Æfing í Bláfjöllum á sunnudag

Stefnt er að því að æfing fyrir börn og unglinga verði í Bláfjöllum á sunnudaginn kl. 14 eins og venjulega. Óskar Jakobsson mun sjá um æfinguna að þessu sinni og hann lofar skemmtilegri æfingu með leikjum og miklu fjöri.

Þar sem veðurspáin er dálítið tvísýn (skv. þeim spám sem nú sjást á veðrið að batna mikið milli kl. 12 og 13!) er öruggast að fylgjast vel með veðri og líta hér á síðuna á sunnudagsmorgun. Ef eitthvað breytist verður það tilkynnt hér.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur