Æfing fyrir börn og unglinga kl. 13 á laugardag í Bláfjöllum

Börn og unglingar eru boðin velkomin á æfingu kl. 13 á laugardag.
Við verðum u.þ.b. 2 tíma og fínt að koma með eitthvað nesti, því við stoppum aðeins í skálanum á miðri æfingu.
Ég lofa miklu fjöri og alveg öruggt að þeim sem mæta mun ekki leiðast.
Þeir sem þetta lesa ættu endilega að hvetja börn nágranna og vina til að koma og prófa. Þau þurfa ekki að koma með neitt með sér annað en gott skap og smá áhuga sem ég vonast til að geta aukið til muna! Allar græjur á staðnum og bara að vera búin til útivistar.

Hlakka til að sjá ykkur
Eiríkur

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur