Aðstæður í Bláfjöllum í dag 15.12.2010

Skrapp upp í Bláfjöll, á sléttunni við skálann eru svell en nokkur snjór meðfram brekkum og þar sem búið var að troða. Gekk upp á topp við Suðurgilslyftuna og niður að austan, nokkur snjór með hlíðinni inn í Kerlingadal og í drögum í hrauninu. Mögulegt að fara á ferðaskíðum, stálkantar, um þetta svæði þó snjór sé ekki samfelldur, sýndist vera heldur minni snjór til suðurs í áttina að ljósalínunni. Snjórinn frekar óhreinn og ekkert verður um lagningu á spori fyrr en snjóar en víða er grunnur sem festist enn betur nú þegar frystir. Verðum líklega að æfa á hjólaskíðum, skokka o.s.frv. næstu daga.

Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur