Ekki er ljóst hvað verður hægt að spora í dag, mánudag vegna blota. Ég fór keppnishringinn í gær og varð að fara útfyrir hann að hluta á Sléttunni vegna krapa. Sporið var gott í lykkjunni niður að neðra bíslastæði, ansi útmáð frá sléttunni suðurfyrir hólinn en gott þar upp og niður gilið en útmáð meðfram hlíðinni. Var að ræða við Ómar Bláfjalla um að spor yrði lagfært inn með hlíðinni inn að gilinu og svo frá efsta hluta gilsins áfram suður/upp. Hann nefndi að með sporlagningu ýfist snjórinn upp og bráðnar hraðar og tapast þannig að það er happdrætti hvað á að gera eins og veðurhorfur eru.
Þóroddur F.
Aðstæður í Bláfjöllum 20-21. feb.
- Fréttir, Skíðafæri
Deila
Facebook
Twitter