Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ulls var haldinn í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal miðvikudaginn 15. maí 2019.
Mæting á aðalfundinn að þessu sinni var óvenju góð og til marks um að félagið er að stækka, áhuginn að aukast og starfið að eflast, eins og skýrsla stjórnar ber vitni um.
Ánægjulegt var að sjá að framkvæmdastjóri skíðasvæðanna og forstöðumaður Bláfjalla voru viðstaddir fundinn en nokkur umræða fór fram um framtíð Bláfjalla, sporlagningu og annað sem viðkemur aðstöðu í Bláfjöllum.
Nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins. Þar ber fyrst að nefna að Hugrún Hannesdóttir, sem hefur verið formaður undanfarin 2 ár og í stjórn frá árinu 2011, lætur af formennsku. Það er mikil eftirsjá í Hugrúnu enda hefur hún stýrt félaginu af miklum myndarskap. Kunnum við henni bestu þakkir fyrir frábært samstarf undanfarin ár.
Nýr formaður, Ingólfur Magnússon frá Sigufirði, hefur tekið við af Hugrúnu. Ingólfur hefur verið duglegur í innra starfi Ulls undanfarin ár og aðstoðað reglulega við mótahald, námskeið og önnur tilfallandi verkefni.
Aðrar breytingar á stjórn eru þær að Axel Pétur Ásgeirsson og Stefán Pálsson hætta í stjórn og inn koma Baldur Helgi Ingavarsson og Halla Haraldsdóttir í þeirra stað.