Íslandsgangan 2021

Minnum á að hægt er að sjá allar dagsetningar mótanna í Íslandsgöngunni hér á heimasíðu félagsins.

Fyrir þá sem ekki eru kunnugir Íslandsgöngunni, þá er Íslandsgangan röð skíðagöngumóta en henni er ætlað að höfða til allra sem áhuga hafa á skíðaíþróttum, bæði þeim sem leitast eftir ánægjulegri og hollri útiveru og eins metnaðarfyllra keppnisfólki.

Í mótaröðinni eru sjö skíðagöngumót sem haldin eru víðs vegar um landið. Í hverri göngu eru í boði fleiri en ein vegalengd þannig að allir eiga að geta fundið brautir við sitt hæfi, bæði þrautþjálfað keppnisfólk, trimmarar og jafnvel hreinir byrjendur. Markmiðið er að ná til sem allra flestra þar sem hver og einn getur verið með á eigin forsendum.

Við mælum auðvitað með því að koma í Bláfjallagönguna 21. mars en það er um að gera að kynna sér hinar göngurnar og taka þátt!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur